Bergen

Velkomin til Bergen!

Eruð þið að íhuga að skipuleggja starfsmannaferð, ráðstefnu eða einhvern annan viðburð í Vestur-Noregi? Við erum með skrifstofur í Bergen og leyfum okkur að halda því fram að við þekkjum Vestur-Noreg eða „Vestlandet“ eins og það er kallað eins vel og handarbakið á okkur! Sagt með öðrum orðum þá vitum við ýmislegt um það hvernig á að skipuleggja frábæra viðburði og samkomur, allt frá Kristiansund í norðri til Egersund í suðri!

Er verið að íhuga í Noregsferð í fyrirtækinu ykkar, skóla eða íþróttafélagi? Við getum aðstoðað ykkur við allt frá því að bóka flug, hótel og veitingastaði til þess að skipuleggja og fást við skemmtileg viðfangsefni og fara í spennandi ferðir! Við erum með rúmlega tíu ára reynslu að baki og þekkjum alla áhugaverðustu áfangastaðina og hvað er hægt að gera, þannig að við sérsníðum allt skipulagið frá A til Ö að hverjum og einum.

Við getum aðstoðað ykkur við allt sem þörf er á þegar skipuleggja þarf til dæmis ráðstefnu, kynningarverkefni, atburð eða námskeið. Það skiptir engu hvort þið áformið að halda viðburðinn í Bergen eða annars staðar, við getum annast allt frá því að bóka húsnæði og tæknibúnað til þess að skipuleggja matseðla, dagskrá og afþreyingu og allt er gert í nánu samstarfi við þig og fyrirtæki þitt. Og ef þið hafið ekki tækifæri til þess að hittast augliti til auglitis bjóðum við líka skipulag sýndarviðburða!

Markmið okkar er að færa fólki einstaka upplifun sem verður því eftirminnileg um langa hríð. Því leggjum við mikla áherslu á gott og náið samstarf til þess að geta sett okkur sem best inn í þarfir ykkar, óskir og væntingar. Þannig er hægt að sérsníða skipulagið og tryggja að það uppfylli allar væntingar ykkar og jafnvel meira til!

Sé valið að eiga samstarf við okkur hjá Ophelix Bergen má treysta því að ferðalagið eða viðburðurinn hittir beint í mark og verður lengi í minnum hafður!