Velkomin til Bergen!
Eruð þið að íhuga að skipuleggja starfsmannaferð, ráðstefnu eða einhvern annan viðburð í Vestur-Noregi? Við erum með skrifstofur í Bergen og leyfum okkur að halda því fram að við þekkjum Vestur-Noreg eða „Vestlandet“ eins og það er kallað eins vel og handarbakið á okkur! Sagt með öðrum orðum þá vitum við ýmislegt um það hvernig á að skipuleggja frábæra viðburði og samkomur, allt frá Kristiansund í norðri til Egersund í suðri!
Er verið að íhuga í Noregsferð í fyrirtækinu ykkar, skóla eða íþróttafélagi? Við getum aðstoðað ykkur við allt frá því að bóka flug, hótel og veitingastaði til þess að skipuleggja og fást við skemmtileg viðfangsefni og fara í spennandi ferðir! Við erum með rúmlega tíu ára reynslu að baki og þekkjum alla áhugaverðustu áfangastaðina og hvað er hægt að gera, þannig að við sérsníðum allt skipulagið frá A til Ö að hverjum og einum.