ÓSLÓAR

Velkomin til Óslóar!

Víkingaskipasafnið, Óperan, Munch, Michelin-stjörnur og iðandi menningarlíf: í Ósló eru endalaus tækifæri til þess að breyta hvaða fundi eða viðburði sem er í eitthvað alveg einstakt. Það er sama hvort draumurinn er dagur úti á firði, nóbelkvöldverður á Grand Hotel eða töfrandi þakpallur fyrir lokahátíðina, við finnum þessa auka viðbót sem skilar vel heppnaðri samkomu í Ósló.

Viðburður, málstofa eða ráðstefna – við sjáum um það!

Verkefnastjórar okkar hafa mikla reynslu af því að skipuleggja og annast samkomur af öllu tagi í Ósló, sama hvort það koma mörg hundruð málstofugestir eða þið haldið kynningarátak með söluteyminu. Við aðstoðum við allt frá því að bóka húsnæði, fyrirlesara og skemmtikrafta til gæðamáltíða, tæknibúnaðar og uppsetningar og við göngum alltaf út frá óskum ykkar og fjárhagsáætlun.

Samkomur sem hægt að fylgjast með á netinu – lifandi efnistök sem ná til allra

Hafa ekki allir tækifæri til þess að koma til Óslóar? Það verður ekkert vandamál! Við getum staðið að líflegum og spennandi viðburði sem líka er sendur út á netinu til þátttakenda, hvar sem þá er að finna. Þannig er auðvelt að ná til enn þá stærri hóps, jafnframt því að bjóða upp á spennandi og fræðandi efni fyrir þá sem eru á staðnum.

Við sérsníðum rétta fyrirkomulagið fyrir einmitt ykkur

Við stefnum alltaf að því að leggja fram þessa viðbót sem tryggir öllum þátttakendum einstæða og eftirminnilega upplifun. Við leggjum jafnframt áherslu á að þú náir öllu sem stefnt er að með viðburðinum. Þess vegna gefum við okkur alltaf góðan tíma til þess að kanna þarfir ykkar, óskir og væntingar áður en skipulagning hefst svo tryggt sé að allt verði hárrétt tímasett og skipulagt.

Fyrir aðkomufólkið getum við annast allt frá bókun flugmiða, hótela og veitingastaða til að skipuleggja dagskrárgerð, skoðunarferðir og dægradvöl og allt er gert í nánu samráði við þig og gesti þína.

Við getum aðstoðað ykkur við að

  • bóka alla nauðsynlega gistingu og ferðir í Ósló
  • setja saman og sjá um framkvæmd þaulskipulagðrar ferðaáætlunar
  • bóka alla miða og veitingahúsapantanir fyrir fram
  • skipuleggja dagskrá í góðu jafnvægi sem verður eftirminnileg

Er áætlunin tilbúin eða þurfið þið að fá ráð um hvernig hægt sé að standa að fullkomnum viðburði? Hafið endilega samband og við spjöllum saman án nokkurra skuldbindinga!