Kaupmannahafnar

Velkomin til Kaupmannahafnar!

Borg konungs er Mekka Norðurlanda, hvort sem leitað er að ráðstefnumiðstöð af nýjustu tísku, sögufrægum hótelum, new nordic cuisine eða bestu smurbrauðsstöðum heims með heitri lifrarkæfu. Þessi fullkomna blanda hefða, hygge og alls þess nýjasta í evrópskri stefnu gerir að ekki kemur á óvart að Kaupmannahöfn er uppáhaldsáfangastaður fjölmargra.

Höfuðborg Danmerkur er auk þess mjög vel í sveit sett hvað samgöngur varðar og afbragðsgóður áfangastaður fyrir starfsmannaferðir, fundi og viðburði. Það er sama hvað stendur til að skipuleggja, sérfræðingarnir á skrifstofu okkar í Kaupmannahöfn aðstoða þig við að sérsníða dagskrá sem uppfyllir örugglega allar væntingar.

Er verið að skipuleggja ferð til Kaupmannahafnar? Við mótum einstaka dagskrá algjörlega að ykkar þörfum

Það er sama hvort þið eruð á leið á ráðstefnu eða ætlið að halda hana sjálf, við getum komið ykkur til aðstoðar með bæði skipulag og framkvæmd. Verkefnastjórar okkar eru þaulvanir samstarfi við viðskiptavini af öllu tagi og vita hvað þarf til að setja upp dagskrá sem tryggir að Kaupmannahafnarferðin heppnist fullkomlega.

Við getum annast allt frá því að bóka flug, hótel og veitingastaði til þess að setja saman dagskrá, skoðunarferðir og afþreyingu og við verðum í nánum tengslum við bæði þig og samfylgdarfólk þitt til að tryggja að allt takist sem best.

Við aðstoðum ykkur við að setja saman spennandi og alhliða dagskrá

Við erum bæði ferða- og viðburðaskrifstofa með þekkingu og færni og höfum mikla reynslu af hópferðum og viðburðum af öllu tagi. Þess vegna vitum við líka hvað þarf til þess að bæði þátttakendur og fyrirtæki hafi fengið það sem óskað var eftir og líka góðar minningar.

Verkefnastjórar okkar stefna því alltaf að því að móta dagskrá í góðu jafnvægi þar sem hvatning og innblástur gegna mikilvægu hlutverki. Þannig fær fólk það besta út úr faglega þættinum en hefur jafnframt tækifæri til þess að njóta þess besta sem Kaupmannahöfn hefur upp á að bjóða, allt frá búðarrápi á Strikinu til þess að fá sér drykk í Kødbyen. Og væri kannski ekki upplagt að halda bara fundinn í Tívolí?