Reykjavik

Velkomin til Reykjavíkur!

Nyrsta höfuðborg heims býður upp á einstæða blöndu af stórborgarlífi og öfgakenndu náttúruumhverfi sem hvergi á sinn líkan. Get Together aðstoðar ykkur við að setja saman ógleymanlega dagskrá með öllu því besta sem Ísland getur boðið, hvort sem þið ætlið í starfsmannaferð eða skipuleggja ráðstefnu.

Vinna, upplifanir eða hvoru tveggja? Við aðlögum skipulagið algjörlega að ykkar þörfum

Á að leggja áherslu á starfið og það faglega en taka sér kannski frí í einn dag, fara á Laugaveginn að versla eða skoða Hallgrímskirkju? Eða er draumurinn að komast í spennandi skoðunarferðir að eldfjöllum, goshverum og Bláa lóninu?

Verkefnastjórar okkar stefna alltaf að því að bjóða þessa viðbót sem tryggir öllum þátttakendum einstæða og eftirminnilega upplifun. Við leggjum einnig áherslu á að þið náið öllum settum markmiðum með ferðinni eða viðburðinum. Þess vegna gefum við okkur alltaf góðan tíma til að ræða málin með fyrirvara svo fyrirkomulagið verði í sem bestu samræmi við væntingar ykkar og helst aðeins betra en svo!

Við skulum annast ferðaskipulagið!

Við erum bæði viðburða- og ferðaskrifstofa með langa reynslu af alls konar starfsmannaferðum og atburðum á Íslandi. Við getum annast allt frá því að bóka flug, hótel og veitingastaði til þess að skipuleggja dagskrána, skoðunarferðir og aðra starfsemi en þið ráðið því vitaskuld hvaða hlutverki við eigum að gegna. Ef þú sem stendur fyrir viðburðinum vilt bara njóta tímans með hópnum sjáum við með ánægju til þess að allt gangi eins og í sögu.