SÝNDARVIÐBURÐUR

Sýndarviðburður eða netsamkoma

Er snúið að safna hópnum saman? Ekki vandamálið. Það er hægt að halda lifandi og áhugaverða viðburði á netinu með þátttakendum víðsvegar að með sýndarviðburði eða netsamkomu. Við aðstoðum þig við að láta allt ganga upp, útsendingarskipulag og fundarsali, sýningarsvæði, sali og sérstakt þjónustuborð og það eina sem gestirnir þurfa er nettenging. Það gerist ekki einfaldara!

Samkomur sem hægt að sækja á netinu – lifandi efnistök sem ná til allra

Stöðugt fleiri velja að feta í fótspor stórtækra og vinsælla aðila á borð við TEDx með því að halda netsamkomur. Ástæðan er sú að þannig er hægt að sameina töfrana við það að sækja samkomu og kosti sýndarviðburða.

Við aðstoðum þig við að ná til enn stærri hóps með sérsniðinni netsamkomu um leið og öllum möguleikum er haldið opnum við að móta áhugavert og fræðandi efni á staðnum, t.d. með fyrirlesurum eða pakkborðsumræðum þar sem svarað er spurningum bæði þátttakenda á staðnum og þeirra sem fylgjast með á netinu. Þá er ekki heldur hægt að afsaka það að geta ekki komið með!

Sýndarviðburður er lausnin þegar ná þarf til hóps á netinu

Við bjóðum upp á Get Virtual hugmyndapakkann til þess að móta stóra stafræna fundi þar sem auðvelt er að miðla faglegu efni og þátttakendur geta hist og skipst á hugmyndum. Get Virtual sýndarviðburður hentar fyrir allt frá litlum námsstefnum til vörusýninga með hundruðum þátttakenda og helsti kosturinn er: Þú þarft hvorki að hafa áhyggjur af húsnæði né háþróuðum tæknibúnaði.

Þú velur sem samkomuhaldari hvort það þurfi einn eða fleiri fundarsali, hvort halda eigi sýnarráðstefnu sem stendur í marga daga og hvort það eigi að vera umræður og kosningar á meðan á henni stendur. Við leggjum auðvitað fram alla þá aðstoð sem með þarf, allt frá skipulagningu dagskrár til tæknilegrar framkvæmdar atburðarins.

Margar kynningar samtímis? Við stillum upp sýningarsvæðum með gagnvirkum sýningarbásum

Sýndarviðburður er líka mjög skilvirk lausn fyrir umfangsmiklar vörusýningar á netinu. Eigi til dæmis að kynna margar mismunandi vörur eða fyrirtæki á sama tíma aðstoðum við þig við að setja upp sýndarsýningarsvæði þar sem fólk getur farið um að vild og kynnt sér efnið upp á eigin spýtur.

Sýndarviðburður gerir þér og gestum þínum mögulegt að móta sína eigin sýningarbása þar sem haldnar eru kynningar og talað beint við þá sem horfa á, annað hvort á spjallrás eða myndbandi. Það er meira að segja hægt að búa til persónuhermi (avatar) með andlitum fulltrúa hinna ýmsu fyrirtækja til að gera sýningarbásana enn persónulegri.

Get Virtual virkar á öllum tækjum og engu þarf að hlaða niður

Get Virtual þarfnast einskis sérbúnaðar og engin forrit þarf að sækja á netið þannig að nú er auðveldar en nokkru sinni áður að taka þátt í námsstefnum og ráðstefnum. Það er nóg að senda gestunum krækju/hlekk þar sem hægt er að skrá sig til að fá afhent notandanafn og lykilorð að viðburðinum.

Lausnin virkar vel á bæði Mac, PC og snjallsímum og ef menn vilja horfa saman á stærri skjá er einfalt að tengja Get Virtual við snjallsjónvarp. Samhæfða appið er notað til þess að senda upplýsingar og skilaboð til allra þátttakendanna en svo hafa þeir líka alltaf fulla yfirsýn yfir dagskrána.

Stór alþjóðleg merkjafyrirtæki halda sýndarviðburði

Sýndarviðburðarlausnin, sem við notum við Get Virtual viðburði, er nú þegar í notkun hjá stórum fyrirtækjum í Evrópu og notendum fjölgar stöðugt. Ástæðan er einfaldlega sú að sýndarviðburður gerir fólki kleift að hámarka fjölda þátttakenda með aðferð sem sparar bæði tíma og peninga. Til viðbótar er auðvelt að safna tölfræðilegum upplýsingum og mæla áhrifin á meðan á viðburðinum stendur, auk þess sem góð færi gefast á að verða sér úti um kostendur.

Það er sama hvernig sýndarviðburð þú skipuleggur, við aðstoðum þig við allt skipulag til að tryggja hámarks árangur og ná settum markmiðum. Hafðu samband í dag og ræddu við okkur án nokkurra skuldbindinga um það hvernig Get Virtual getur nýst fyrirtæki þínu!